Fara í efni

Kennarar kvaddir

Indriði og samkennarar hans í stærðfræði við VMA.
Indriði og samkennarar hans í stærðfræði við VMA.

Síðastliðinn miðvikudag var efnt til grillveislu fyrir starfsmenn VMA og punkturinn settur aftan við þetta óvenjulega Covid skólaár, sem þrátt fyrir allt gekk ótrúlega vel.

Við þetta tækifæri voru tveir af kennurum skólans kvaddir formlega en þeir láta nú af störfum eftir langa og farsæla kennslu við skólann - Indriði Arnórsson stærðfræðikennari og Anna Lilja Harðardóttir íslenskukennari. 

Kollegar Indriða og Önnu Lilju, annars vegar stærðfræði- og hins vegar íslenskukennarar við VMA, fóru út að borða með þeim og við það tækifæri tók Hilmar Friðjónsson þessar myndir. Indriða færðu kollegar hans forláta klukku sem eins og sjá má er örlítið öðruvísi en klukkur almennt er - sem sagt sérstök stærðfræðiklukka!