Fara í efni  

Kennarar frá Köbenhavns VUC í heimsókn í VMA

Kennarar frá Köbenhavns VUC í heimsókn í VMA
Sören Cardel Lindskrog og Hanne Mortensen.

Ţessa viku hafa tveir danskir kennarar, Hanne Mortensen og Sören Cardel Lindskrog, frá Köbenhavns VUC (voksen uddannelses center) veriđ í VMA til ađ kynna sér starfsemi skólans og kenna nemendum í VMA dönsku. Heimsóknin er liđur í norrćnu samstarfsverkefni sem VMA og Köbenhavns VUC taka ţátt í. Auk ţess koma ađ verkefninu nokkrar stofnanir og fleiri skólar; Katrinelundsgymnasiet i Gautaborg í Svíţjóđ, Hadeland videregĺende skole i Noregi og Ĺrhus Universitet í Danmörku.

Verkefniđ, sem beinir sjónum ađ tungumálakennslu, er styrkt af Norrćnu ráđherranefndinni – svokallađ Nord+ verkefni. Sem rauđur ţráđur í gegnum verkefniđ eru norrćnar glćpasögur en sem kunnugt er hafa Norđurlöndin markađ sér ákveđna sérstöđu í útgáfu á glćpasögum og gerđ glćpaţátta í sjónvarpi. Nćgir ţar ađ nefna nýjustu afurđina, Ófćrđ, sem hefur fengiđ mjög góđar viđtökur erlendis, m.a. í Noregi.
Norrćna ráđherranefndin greiđir ferđakostnađ og uppihald. Um er ađ rćđa ţriggja ára verkefni sem hófst í ágúst á sl. ári. og fara kennarar frá áđurnefndum skólum á milli landanna og kenna ţar til í nokkra daga. Í nćsta mánuđi fara tveir kennarar frá VMA, Annette de Vink og Ţorbjörg Dóra Gunnarsdóttir til Kaupmannahafnar til ađ kynna sér starfsemi Köbenhavns VUC og kenna nemendum ţar. Í sama mánuđi verđur fundur í verkefninu í VMA og ţar verđa fulltrúar allra ţeirra skóla og stofnana sem taka ţátt í ţví til ađ leggja línur og skipuleggja nćstu skref.

Hanne Mortensen kennir dönsku og sögu en Sören Cardel Lindskrog kennir innflytjendum dönsku sem annađ tungumál.  Nemendur Köbenhavns VUC eru flestir á aldrinum 18 til 50 ára og er međalaldur ţeirra ca. 22 ár. Margir nemendanna hafa af einhverjum ástćđum hćtt í framhaldsskóla en ákveđiđ ađ taka upp ţráđinn ađ nýju. Nemendasamsetning skólans er ţví töluvert frábrugđin VMA.

Hanne og Sören segja ađ dönsku kennararnir sem taka ţátt í verkefninu hafi nánast slegist um ađ fá ađ fara til Akureyrar enda sé Ísland á vissan hátt framandi og flestir hafi komiđ áđur til nágrannalandanna Noregs og Svíţjóđar. Fólki hafi ţví ţótt mest spennandi og eftirsóknarverđast ađ fara til Íslands.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00