Fara í efni

Karlar um 60% nemenda VMA – konur um 40%

Núna á haustönn eru rétt um 60% nemenda VMA frá Akureyri. Um 60% allra nemenda skólans eru karlar og um 40% eru konur. Þetta er meðal þeirra tölulegu upplýsinga sem Jóhannes Árnason, kennari við VMA, hefur tekið saman úr nemendaskrá við upphaf haustannar.

Núna á haustönn eru rétt um 60% nemenda VMA frá Akureyri. Um 60% allra nemenda skólans eru karlar og um 40% eru konur. Þetta er meðal þeirra tölulegu upplýsinga sem Jóhannes Árnason, kennari við VMA, hefur tekið saman úr nemendaskrá við upphaf haustannar.

Utan Akureyrar eru nemendur úr Eyjafirði – Siglufirði meðtöldum –  um 16% nemenda skólans.

Rösklega 400 nemendur eru á tæknisviði skólans eða um 33% nemenda skólans og þar hallar á kvenþjóðina því 350 karlar stunda nám á því sviði en 54 konur. Eina námsgreinin þar sem konur eru í meirihluta er hársnyrtiiðn.

Konur eru í meirihluta á félagsfræðabraut, í listnámi, á náttúrufræðabraut og sjúkraliðabraut en karlar hafa vinninginn í viðskiptanámi, matvælanámi og á íþróttabraut.

Ítarlega talnagreiningu er að finna hér á heimasíðu VMA.