Fara í efni

Karlakvöld Þórdunu nk. fimmtudagskvöld

Auðunn Blöndal - Auddi og Sverrir Þór - Sveppi.
Auðunn Blöndal - Auddi og Sverrir Þór - Sveppi.

Nú styttist í árlegt karlakvöld Þórdunu – nemendafélags en það verður haldið í Gryfjunni nk. fimmtudagskvöld, 2. október, kl. 20. Skemmtuninni stýra spaugararnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson – Sveppi.

Auk þess sem þeir félagar munu ef að líkum lætur kasta fram nokkrum bröndurum munu einnig koma fram þau Þórdís Alda Ólafsdóttir og Hallur Örn Guðjónsson og ýmislegt fleira verður í boði eins og sjá má á Facebooksíðu Þórdunu.

Meðan á dagskrá kvöldsins stendur verður m.a. boðið upp á pizzur frá Domino's og gos frá Ölgerðinni og fleira í boði á meðan á dagskrá stendur.

Verð aðgöngumiða er 1000 kr. fyrir félaga í skólafélögum VMA og MA og 1500 kr. fyrir aðra. Ölvun á skemmtuninni er óheimil eða eins og segir á Fb-síðu Þórdunu: „Ölvun ógildir miðann!“