Fara í efni

Jónína Björk með þriðjudagsfyrirlestur

Jónína Björk Helgadóttir.
Jónína Björk Helgadóttir.

Í dag, þriðjudaginn 1. febrúar, kl. 17-17.40 verður Jónína Björg Helgadóttir myndlistarmaður með fyrsta þriðjudagsfyrirlestur ársins, sem hún kallar Tveir pólar. Í fyrirlestrinum fjallar hún um feril sinn í myndlistinni, einræna íhugun á vinnustofunni og samvinnu ólíkra listamanna. 

Jónína Björg útskrifaðist úr fornámi Myndlistaskólans á Akureyri 2010 og úr fagurlistadeild skólans 2015. Hún var einn stofnenda Kaktuss listarýmis og einn stjórnenda listaverkefnisins RÓT. Hún hefur haldið sex einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.

Sem fyrr er ókeypis aðgangur á fyrirlesturinn, en þessi fyrirlestraröð er samstarfsverkefni VMA, Listasafnsins á Akureyri, Menntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins.