Fara í efni

Jóna Hlíf með þriðjudagsfyrirlestur

Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fyrirlesari dagsins.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fyrirlesari dagsins.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður og formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna,, heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 13. janúar, kl. 17 í Ketilhúsinu sem hún nefnir Kjarni. 

Fyrirlesturinn er í röð svokallaðra þriðjudagsfyrirlestra sem efnt er til á þriðjudagseftirmiðdögum í Ketilhúsinu á vegum listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn í dag er sá fyrsti í þessari fyrirlestraröð á vorönn.

Í fyrirlestrinum ræðir Jóna Hlíf um eigin myndlistarferil og verkefni sem hún hefur staðið fyrir. Einnig mun hún fjalla um starf sitt sem formaður SÍM og segja frá helstu hagsmunamálum.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir nam við Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri á árunum 2003 til 2005 og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007. Árið 2012 útskrifaðist hún með MA í listkennslu frá Listaháskólanum, en hún býr og starfar í Reykjavík. Jóna Hlíf vinnur í ólíka miðla og hefur unnið fjölbreytt verk, bæði á einkasýningum og í samvinnu við aðra listamenn. Jóna Hlíf starfar sem stundakennari hjá Myndlistaskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.

Dagskrá þriðjudagsfyrirlestra núna á vorönn er eftirfarandi:

13. janúar
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og formaður SÍM

20. janúar
Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi HA

27. janúar
María Rut Dýrfjörð, grafískur hönnuður

3. febrúar
Arnar Ómarsson, myndlistarmaður

10. febrúar
Tilkynnt síðar

17. febrúar
Margeir Dire Sigurðsson, myndlistarmaður

24. febrúar
Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor 

3. mars
Tilkynnt síðar

10. mars
Katrín Erna Gunnarsdóttir, myndlistarkona

17. mars
Hjörleifur Hjartarson, tónlistarmaður

24. mars
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar