Fara í efni

Jólasveinninn á ferð með fyrra fallinu

Hurðaskellir heilsaði upp á Guðmund og Birtu.
Hurðaskellir heilsaði upp á Guðmund og Birtu.

Sá skammvinni norðanbylur sem gekk yfir landið í nótt hrakti jólasveina eða í það minnsta einn þeirra, Hurðaskelli, úr fjöllunum og til byggða. Hann leitaði skjóls í hlýjum mannabústöðum og hafði meðferðis ýmislegt góðgæti. Hurðaskellir mætti galvaskur í VMA í morgun með poka á baki og gaf öllum nemendum og starfsmönnum sem á vegi hans urðu mandarínur, piparkökur og kókómjólk. Þessari gjafmildi sveinka var vitanlega tekið fagnandi í skólanum.

Í dag er einn mánuður til jóla - og næstkomandi sunnudagur, 28. nóvember, er fyrsti sunnudagur í aðventu. Eins og Hurðaskellir kom öllum á óvörum í dag má búast við því að næstu daga muni einhverjir jólasveinar, sem hafa villst til byggða eða hrakist undan veðri eins og Hurðaskellir sl. nótt, láta sjá sig. En hinn eini rétti tími jólasveinanna er sem hér segir: 

12. desember -  Stekkjarstaur
13. desember - Giljagaur
14. desemer - Stúfur
15. desember - Þvörusleikir
16. desember - Pottaskefill
17. desember - Askasleikir
18. desember - Hurðaskellir
19. desember - Skyrgámur
20. desember - Bjúgnakrækir
21. desember - Gluggagægir
22. desember - Gáttaþefur
23. desember - Ketkrókur
24. desember - Kertasníkir