Fara í efni

Jólapeysusdagur í VMA - jólatónleikar í Gryfjunni í kvöld

Þessir nemendur mættu í jólapeysum.
Þessir nemendur mættu í jólapeysum.

Það svífur jólaandi yfir vötnum í VMA í dag. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í skólann í jólapeysum og svöruðu margir kallinu. Boðið hefur verið upp á piparkökur og mandarínur í dag og í löngu frímínútunum var jóla-Kahoot -  með ýmsum spurningum sem tengjast jólahaldinu - og VMA-bandið flutti lagið Last Christmas. Þetta er eitt af lögunum sem Þrymur - tónlistarfélag VMA býður upp á í Gryfjunni í kvöld. Þeir hefjast klukkan 20:00 og eru allir hvattir til að mæta og eiga skemmtilega stund í Gryfjunni. Frítt verður á tónleikana! Á efnisskránni verða eingöngu jólalög og sér VMA-bandið og fjórar söngkonur um flutninginn. Einnig kemur fram leynigestur á tónleikunum - ekki af verri endanum. Tónleikarnir hafa lengi verið í undirbúningi og það er full ástæða til að launa krökkunum sem hafa verið á þrotlausum æfingum síðustu vikur með því að mæta í kvöld!

Þessar myndir voru teknar á jólapeysudeginum í dag.

Í dag var einnig efnt til jólabingós í lífsleiknitíma nýnema, laust fyrir hádegið. Það var mikið fjör og fullt af vinningum. 

Hilmar Friðjónsson tók þessar myndir af bingóinu, jólapeysufólki dagsins og öðrum.