Fara í efni

Jólapeysur, spurningaleikur og bingó

Rósa og Vilhjálmur heldur betur jólaleg.
Rósa og Vilhjálmur heldur betur jólaleg.

Það var sannkallaður gleðidagur í VMA í gær. Strax að morgni dags kom í ljós að fjölmargir, bæði nemendur og starfsmenn, höfðu svarað kalli um að klæða sig upp í frumlegar jólapeysur og sumir fóru alla leið og voru í meira lagi jólalegir frá hvirfli til ilja. Hér eru myndir sem Óskar Þór Halldórsson og Valgerður Dögg Jónsdóttir tóku af jólalegum nemendum og starfsmönnum VMA.

Í löngufrímínútunum stóð Þórduna fyrir léttum spurningaleik í gegnum forritið Kahoot og voru þrír stigahæstu þátttakendurnir leystir út með gjöfum.

Og ekki má gleyma bingóinu sem umsjónarkennarar nýnema efndu til fyrir þá. Gryfjan var þétt setin  og höfðu nemendur jafnt sem kennara augljóslega ánægju af. Bingóstjórar voru Hinrik Þórhallsson og Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir og stjórnuðu af mikilli röggsemi. Fjöldi vinninga var í boði fyrir hina heppnu og var því til mikils að vinna.