Fara í efni

Jólapeysudagurinn tekinn með trompi!

Jólatrjáaskógurinn mættur á sérnámsbraut!
Jólatrjáaskógurinn mættur á sérnámsbraut!

Það er jólapeysudagur í VMA í dag, enda er komin jólafasta, það líður að lokum haustannar og nemendur og kennarar eru smám saman að komast í jólagírinn. 

Jólapeysudagurinn var tekinn með tropmi á sérnámsbraut skólans í morgunsárið og nemendur og kennarar mættu í fullum skrúða. Skyndilega var heill skógur jólatrjáa orðinn til, sem varð tilefni þess að ganga í kringum einiberjarunn! 

Myndirnar tala sínu máli.