Fara í efni

Jólaball í VMA í kvöld

Flóni og DJ Júlía sjá um að halda uppi fjörinu.
Flóni og DJ Júlía sjá um að halda uppi fjörinu.

Í kvöld, fimmtudaginn 2. desember, stendur Þórduna – nemendafélag fyrir jólaballi í M-01 í VMA, að kvöldi næstsíðasta kennsludags annarinnar.

Þetta verður grímulaust ball en til þess að það verði hægt ber að framvísa ekki eldra en 48 klukkustunda Covid-hraðprófi við innganginn. Hægt er að panta hraðpróf á hradprof.is

M-01 verður að lokinni kennslu í dag breytt í alvöru jólaballsstað.

Flóni og DJ Júlía sjá um að allir skemmti sér í botn.

Verð aðgöngumiða kr. 1500 fyrir Þórdunufélaga en 2500 kr. fyrir aðra.

Húsið verður opnað kl. 21:00 og stendur ballið til miðnættis.

Eins og á öllum öðrum viðburðum innan veggja skólans er neysla áfengis og annarra vímuefna óheimil.