Fara í efni  

Jóga gefur mér mikiđ

Jóga gefur mér mikiđ
Sigríđur Björk Hafstađ.

Án nokkurs vafa er Sigríđur Björk Hafstađ, sem verđur nítján ára í sumar, í hópi yngstu jógakennara á Íslandi. Hún hóf ađ lćra jóga hjá Ástu Arnardóttur sumariđ 2017 og náminu lauk hún í fyrra. Hún grípur í jógakennslu samhliđa námi sínu í VMA ţar sem hún stundar nám til stúdentsprófs á listnámsbraut.

Sigríđur Björk fćddist í Reykjavík og fluttist síđan međ móđur sinni til Danmerkur, ţar sem hún var viđ nám, og ţar bjuggu ţćr á árunum 2010-2012. Ţegar heim til Íslands var komiđ lá leiđin norđur í Svarfađardal, á ćskustöđvar Unnar, móđur Sigríđar Bjarkar, sem fćddist ţar og ólst upp. Ţar hafa ţćr mćđgur búiđ síđustu ár á Böggvisstöđum, skammt sunnan Dalvíkur. Unnur kennir raungreinar í Menntaskólanum á Tröllaskaga og Sigríđur Björk var í grunnskóla á Dalvík en síđan lá leiđin í VMA. Fór fyrst á matvćlabraut og lauk ţar grunndeildinni veturinn 2016-2017 en fćrđi sig á listnámsbraut og stefnir á ađ ljúka stúdentsprófi af henni ađ rúmu ári liđnu. Hvađ síđan verđur segir hún ađ verđi ađ koma í ljós en ýmislegt heilli, t.d. íţróttakennsla eđa ađ lćra söng í Listaháskólanum. Söngurinn hefur lengi heillađ og ţađ kom heldur betur í ljós í Sturtuhausnum – Söngkeppni VMA í vetur ađ Sigríđur Björk hefur hćfileika á ţví sviđi. Hún söng ţar lagiđ Holding On To You  međ Twenty on Pilots međ glćsibrag.

Áhuginn á jóga segir Sigríđur Björk ađ hafi byrjađ ţegar hún var ađ ljúka 10. bekk Dalvíkurskóla. Málin ćxluđust ţannig ađ í júní 2017 hófu ţćr mćđgur saman í nám í jóga hjá Ástu Arnardóttur og hófst ţađ á tíu daga samveru nemenda og kennara í Skálholti. Námiđ hélt síđan áfram veturinn 2017-2018 og fóru ţćr mćđgur suđur yfir heiđar eina helgi í mánuđi og voru í námslotum ţar sem fariđ var í anatómíu, ýmislegt er varđar jóga og kennslufrćđi.

Sigríđur Björk dregur ekki dul á ađ jógađ hafi hjálpađ sér mikiđ í sínu daglega lífi og eftir á ađ hyggja hafi ţađ gert henni gott ađ lćra ţetta svo ung ađ árum. Hún býr á Böggvisstöđum og ekur ţví daglega til Akureyrar í skóla. Engu ađ síđur gefur hún sér tíma áđur en hún leggur af stađ, ađ morgni dags, til ţess ađ tileinka sér jógaslökun.

Ţćr mćđgur, Unnur og Sigríđur Björk, hafa bođiđ upp á jógatíma á Böggvisstöđum og hafa ţćr skipt međ sér verkum á ţann veg ađ Unnur er meira međ slökunarjóga en Sigríđur Björk líkamlegt jóga. „Ţađ má segja ađ núvitund sé mín heimspeki, ađ vera í núinu og njóta stundarinnar í stađ ţess ađ velta ţví of mikiđ fyrir mér hvađ bíđur mín á nćstu klukkutímum, dögum eđa mánuđum. „Jógađ hefur án nokkurs vafa hjálpađ mér og ég fć mikiđ út úr ţví,“ segir Sigríđur Björk en hún bauđ upp á jóga fyrir samnemendur sína í heilsuviku VMA fyrr í ţessum mánuđi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00