Fara í efni

Jöfnunarstyrkur

Það er nú opið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk fyrir námsárið 2024–2025. Styrkurinn er ætlaður framhaldsskólanemum sem stunda nám fjarri lögheimili sínu og fjölskyldu.

Jöfnunarstyrkur skiptist í akstursstyrk, að upphæð 120.000 krónur á önn, og dvalarstyrk sem nemur 204.000 krónum á önn. Nemendur geta sótt um styrk í allt að fjögur ár eða átta annir.

Umsóknarfrestur er 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn. Umsóknir sem berast of seint skerðast um 15%, og ekki er hægt að sækja um styrk meira en fjóra mánuði eftir lok umsóknarfrests.

Styrkirnir eru greiddir út í janúar og júní eftir að skólarnir hafa staðfest námsárangur.
Hægt að sækja um hér