Fara í efni

Íþróttavika Evrópu

Dagana 23.-30. september fer Íþróttavika Evrópu fram. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjaverkefnið til verkefna sem að tengjast vikunni. Ákveðið var að framhaldsskólarnir yrðu markhópurinn að þessu sinni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. 

Inni á heimasíðu ÍSÍ eru nánari útskýringar á verkefninu https://www.beactive.is/ og þar eru ýmsir viðburðir nefndir þó að þeir séu flestir á Reykjavíkursvæðinu. En við ætlum að setja upp nokkra viðburði sem að ég vona að þið getið nýtt ykkur þessa daga. 

 

Viðburðir í tengslum við VMA

  • Mið 23.09-sun 27.09:

Líkamsræktarstöðin Bjarg býður nemendum VMA að koma frítt í tækjasal frá miðvikudegi til sunnudags. Þið segið að þið séum nemendur í VMA og sýnið það með að sýna aðgang ykkar að INNU. Endilega að nýta sér þetta góða tilboð!

 

  • Opin vika í WorldClass: Einnig rausnaleg hér en þau bjóða nemendum upp á viku passa í tækjasal. Segja að þið séuð í VMA  og sýna fram á að þið séuð nemendur með því að sýna aðgang ykkar að INNU:

 

  • Fimmtudagur 24.09. Kl. 15.40:

Nemendum og starfsfólki boðið að skella sér með Ásdísi íþróttakennara og nemendum í útivistaráfanganum. Áætlunin er að ganga frá VMA og upp í Lögmannshlíð. Mæting í anddyri VMA við austurinngang.

 

  • Mánudagur 28.09. Kl. 11.00:

Kennararnir og hlaupagikkirnir Anna Berglind og Vala bjóðast til að skokka/hlaupa með nemendum hringinn sem hlaupinn verður í Vorhlaupi VMA. 5 km. Mæting við Þórsstyttuna við austurinngang VMA.

 

  • Þriðjudagur 29.09. Kl. 16.30-18.00

  • ATH: þessum viðburði hefur verið frestað til miðvikudagsins 30.09. kl 16:30-18:00

Rathlaup. Kjarnaskógur. Nemendum boðið að kynnast og prófa tiltölulega nýja íþrótt á Íslandi. Þar er notað kort til þess að finna pósta hér og þar um skóginn. Allir geta hlaupið/gengið á sínum hraða. Spennandi og skemmtileg íþrótt. Mæting við blakvellina í Kjarnaskógi. 

 

Síðan hvetjum við alla, nemendur og starfsfólk, til þess að hjóla eða ganga í skólann þessa daga og sjá hvort að það verði eitthvað færri bílar við skólann og vonandi fleiri hjól :-)

 

Fleiri viðburðir gætu bæst við og þá auglýsum við þá þegar þeir liggja fyrir. Nánari upplýsingar koma á heimasíðu og á facebook-síðu VMA. 

 

Sem hluti af EWOS þetta árið fer fram Instagramleikur þar sem að allir eru hvattir til þess að hreyfa sig og taka mynd af sér á, fyrir eða eftir æfingu og nota myllumerkið #beactiveiceland. Þeir sem að það gera geta átt von á glæsilegum vinningum frá Brooks Iceland, World Class, Hreysti, Sportvörum, Skautahöllinni eða Minigarðinum.

Einnig fer í loftið TikTok dans og þar getur fólk tekið sig upp á TikTok og notað myllumerkið #beactiveiceland. Þeir sem að það gera geta einnig átt von á vinningum frá eftirtöldum aðilum.

 

Munum samt einnig líka að huga að  einstaklingsbundnum sóttvörnum í tenglum við viðburðina!