Fara í efni

Ítarleg könnun lögð fyrir framhaldsskólanema

Könnunin var lögð fyrir nemendur VMA í dag.
Könnunin var lögð fyrir nemendur VMA í dag.
Þessa dagana eru lagðir ítarlegir spurningalistar fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins. Spurningalistarnir voru lagðir fyrir nemendur VMA í dag. Þessi könnun nefnist Ungt fólk 2018 - Könnun meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi og er unnin af fyrirtækinu Rannsóknum & greiningu í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. 
Sambærilegar kannanir hafa oft áður verið lagðar fyrir framhaldsskólanemendur og hafa niðurstöðurnar nýst til stefnumótunar, í forvarnavinnu o.fl. 
Spurningalistarnir taka til námsins, andlegrar og líkamlegrar heilsu, frístundaiðkunar, áfengis- og vímuefnaneyslu o.fl.