Fara í efni  

Íslenskur matur er ţema vikunnar

Íslenskur matur er ţema vikunnar
Grunnnámsnemendur á matvćlabraut viđ ţorraborđiđ.
Ţessa viku er áhersla lögđ á ađ kenna ađ matreiđa og reiđa fram íslenskan mat á matvćlabraut VMA. Í tilefni af ţorranum dekkuđu nemendur í grunnnámi matvćlabrautar glćsilegt ţorraborđ og gerđu krćsingunum síđan ađ sjálfsögđu skil.

Þessa viku er áhersla lögð á að kenna að matreiða og reiða fram íslenskan mat á matvælabraut VMA. Í tilefni af þorranum dekkuðu nemendur í grunnnámi matvælabrautar glæsilegt þorraborð og gerðu kræsingunum síðan að sjálfsögðu skil.

Nemendur eru í grunnnámi matvælabrautar í tvær annir. Marína Sigurgeirsdóttir, brautarstjóri, segir að grunnnámsnemendur á þessari önn séu um 35 og svipaður fjöldi sé í kynningaráfanga á almennri braut. „Fjöldi nemenda í grunnnáminu hjá okkur hefur yfirleitt verið á bilinu 30-40 á hverri önn ,“ segir Marína og bætir við að auk þess séu 10 matartækninemar í lotunámi við matvælabrautina og 10 kjötiðnaðarnemar.

Sem fyrr segir var þjóðlegur matur á borðum á matvælabrautinni í gær. Borð svignuðu undan þorramat og einnig var boðið upp á nýsteiktar kleinur.  „Þessi vika er helguð íslenskum mat hjá okkur, við leggjum áherslu á að kenna krökkunum að matreiða og bera fram þjóðlegan mat. Ég get til dæmis nefnt plokkfisk, kjötsúpu, saltkjöt og baunir, kleinur og fjallagrasamjólk,“ segir Marína Sigurgeirsdóttir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00