Fara í efni

Íslenskur matur er þema vikunnar

Grunnnámsnemendur á matvælabraut við þorraborðið.
Grunnnámsnemendur á matvælabraut við þorraborðið.
Þessa viku er áhersla lögð á að kenna að matreiða og reiða fram íslenskan mat á matvælabraut VMA. Í tilefni af þorranum dekkuðu nemendur í grunnnámi matvælabrautar glæsilegt þorraborð og gerðu kræsingunum síðan að sjálfsögðu skil.

Þessa viku er áhersla lögð á að kenna að matreiða og reiða fram íslenskan mat á matvælabraut VMA. Í tilefni af þorranum dekkuðu nemendur í grunnnámi matvælabrautar glæsilegt þorraborð og gerðu kræsingunum síðan að sjálfsögðu skil.

Nemendur eru í grunnnámi matvælabrautar í tvær annir. Marína Sigurgeirsdóttir, brautarstjóri, segir að grunnnámsnemendur á þessari önn séu um 35 og svipaður fjöldi sé í kynningaráfanga á almennri braut. „Fjöldi nemenda í grunnnáminu hjá okkur hefur yfirleitt verið á bilinu 30-40 á hverri önn ,“ segir Marína og bætir við að auk þess séu 10 matartækninemar í lotunámi við matvælabrautina og 10 kjötiðnaðarnemar.

Sem fyrr segir var þjóðlegur matur á borðum á matvælabrautinni í gær. Borð svignuðu undan þorramat og einnig var boðið upp á nýsteiktar kleinur.  „Þessi vika er helguð íslenskum mat hjá okkur, við leggjum áherslu á að kenna krökkunum að matreiða og bera fram þjóðlegan mat. Ég get til dæmis nefnt plokkfisk, kjötsúpu, saltkjöt og baunir, kleinur og fjallagrasamjólk,“ segir Marína Sigurgeirsdóttir.