Fara í efni

Íslensku stelpurnar í lokakeppni EM

Eftir sigurleikinn gegn Svíum. Mynd: KSÍ
Eftir sigurleikinn gegn Svíum. Mynd: KSÍ

Knattspyrnustúlkurnar í U-19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu halda áfram sigurgöngu sinni. Núna um páskana hafa þær verið að spila í Köge í Danmörku í milliriðli fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem verður í Belgíu dagana 18. til 30. júlí í sumar. Nú þegar er tveimur af þremur leikjum í milliriðlinum lokið og unnust þeir báðir, Ísland vann Danmörku1-0 síðan lögðu íslensku stelpurnar Svía 2-1. Þó svo að einum leik sé enn ólokið, hann verður á morgun, þriðjudag, gegn Úkraínu, er nú þegar ljóst að íslenska liðið hefur með sigrunum á Dönum og Svíum tryggt sér efsta sætið í riðlinum, óháð því hvernig leiknum á morgun gegn Úkraínu lyktar.

Þór/KA á þrjá fulltrúa í þessu magnaða kvennalandsliði, Ísfold Marý Sigtryggsdóttur, Jakobínu Hjörvarsdóttur og Kimberley Dóru Hjálmarsdóttur. Ísfold Marý og Jakobína ljúka stúdentsprófi frá VMA í næsta mánuði.

Ísland verður sem sagt að keppa um Evrópumeistaratitilinn í fótbolta í þessum aldursflokki á komandi sumri. Frábær árangur hjá stelpunum!