Fara í efni

Íslensk náttúra og listsköpun

Andrea Weber listakona.
Andrea Weber listakona.

Í dag, þriðjudaginn 28. febrúar, kl. 17:00-17:40 heldur fransk-þýska myndlistarkonan Andrea Weber fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni How the experience of the Icelandic landscape, and more specifically the sky, has shaped my artwork. 

Í listsköpun sinni vinnur Andrea mikið með hugmyndir um tíma og rúm og sambandið milli líkama og umhverfis. Einnig vinnur hún út frá abstract málverkum sem gerð eru eftir forskrift er nefnist Weathertranscription, en auk þess gerir hún innsetningar, fremur gjörninga og fleira.

Andrea Weber er menntuð í ljósmyndun frá listaháskólanum í Essen í Þýskalandi, og Beaux Arts í París í Frakklandi. Hún hefur einnig menntun í Qi Gong og myndlistarkennslu. Weber býr og starfar í París en dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Listasafnsins.

Þriðjudagsfyrirlestrar eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, MA,  Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins á Akureyri.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.