Fara í efni

Ísbirnir á villigötum

Bryndís Snæbjörnsdóttir.
Bryndís Snæbjörnsdóttir.

Í dag, þriðjudaginn 28. september kl. 17-17.40, heldur myndlistarmaðurinn Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem jafnframt er prófessor og fagstjóri meistaranáms í myndlist við Listaháskóla Íslands, þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Vísitasíur: Ísbirnir á villigötum.

Í fyrirlestrinum fjallar Bryndís um myndlist hennar og Mark Wilson. Hún mun einnig fjalla um yfirlitsýningu á verkum þeirra sem var opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi 11. september síðastliðinn og rannsóknarverkefnið Ísbirnir á villigötum, sem er undirstaða sýningar þeirra Mark, Vísitasíur, sem var opnuð í Listasafninu á Akureyri síðastliðinn laugardag.

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson vinna sameiginlega að myndlistarverkum sínum. Í um tvo áratugi hafa þau unnið með þverfagleg og rannsóknartengd verkefni sem skoða sögu, menningu og umhverfi, ekki aðeins út frá sjónarhorni mannsins heldur einnig annarra lífvera. Myndlistarverk þeirra eru innsetningar sem unnar eru í hina ýmsu miðla svo sem ljósmyndir, vídeó, texta, teikningar, hluti og hljóð.

Ókeypis aðgangur er að þriðjudagsfyrirlestrunum í vetur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni, VMA, Listasafnsins á Akureyri og Gilfélagsins.