Fara í efni

Innsetningar á listnáms- og hönnunarbraut

Innsetning er það kallað í myndlistinni þegar listaverk eru mótuð inn í rými og þau taka þannig mið af viðkomandi rými. Þetta gerðu nemendur Helgu Jónsardóttur í skúlptúráfanga á listnáms- og hönnunarbraut. Nemendur gáfu hugmyndafluginu lausan tauminn og gerðu m.a. verk inn í lyftuna, yfir stiganum upp á listnámsbrautina o.fl. Útkoman var skemmtileg, eins og hér má sjá.