Fara í efni

Innsetning á skólagólfi

Hér er heiti potturinn fullhannaður!
Hér er heiti potturinn fullhannaður!

Nemendur á listnámsbraut VMA fara oft ekki troðnar slóðir. Í morgun voru nokkrir nemendur undir handleiðslu Hallgríms Ingólfssonar að skapa "heitan pott" á gólfinu við norðurinngang skólans. Hér er þrívíddartækninni beitt og þegar upp er staðið verður þarna til eitthvað sem minnir á heitan pott. 

 Allt var þetta að sjálfsögðu gert í fullu samráði við húsvörð skólann, enda eru einungis notaðir þekjulitir sem auðveldlega er hægt að þvo af. En þetta innsetningarverk verður á þessum stað framyfir sýninguna listnema í skólanum í næstu viku.
 
Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar af vinnu nemendanna í morgun.
 
Viðbót: Hilmar Friðjónsson smellti myndum af listnemum þegar þeir voru að leggja lokahönd á verkið. Hér eru þær myndir