Fara í efni

Innritun nýnema á haustönn 2019

Innritun nýnema í framhaldsskóla er lokið og geta nemendur nú fengið upplýsingar um skólavist. Farið er inn á menntagatt.is og ýtt á Breyta umsókn. Þar er flipi sem heitir Umsókn en þar birtast upplýsingar um hvaða skóli hefur samþykkt umsóknina.

Greiðsluseðlar hafa verið sendir í heimabanka forráðamanna nýnema. Nánari upplýsingar um skólavist nemenda, m.a. á hvaða braut nemandi er skráður, verða sendar í bréfapósti. 

VMA er heilsueflandi framhaldsskóli. Í skólanum er mötuneyti þar sem nemendur geta keypt heitan hádegisverð og aðrar veitingar. Hagkvæmast er að kaupa svokölluð annarkort sem verða seld í upphafi annar. Sjá nánar á heimasíðu Matsmiðjunnar (www.matsmidjan.is).

Þeir nemendur sem verða á heimavist fá upplýsingar um hana frá starfsfólki Lundar, heimavistar VMA og MA (sjá nánar á www.heimavist.is). Í ljósi þess að stundum hefur komið upp misskilningur, þá vil ég ítreka það að umsókn um heimavist fer alfarið í gegnum Lund. Svar um skólavist er ekki svar um heimavist þótt þetta haldist í hendur þar sem skólavist er forsenda veru á heimavistinni. Starfsfólk Lundar hefur samband við skólann til að fara yfir nöfn þeirra sem sótt hafa um heimavist og fengið inni í skólanum.

Skólinn er lokaður vegna sumarleyfa frá og með 24. júní til 5. ágúst.

Nánari upplýsingar fást hjá sviðsstjórum í síma 464-0300 eftir 8. ágúst.

Sviðsstjórar eru:

  • Baldvin Ringsted sviðsstjóri verk- og fjarnáms (baldvin@vma.is)

  • Harpa Jörundardóttir sviðsstjóri starfsbrautar og brautarbrúar (harpajora@vma.is)

  • Ómar Kristinsson sviðsstjóri stúdentsprófsbrauta og sjúkraliðanáms (omar@vma.is)