Fara í efni

Innritun í fjarnám VMA til 1. september nk.

Innritun í fjarkennslu VMA er til 1. september nk.
Innritun í fjarkennslu VMA er til 1. september nk.

Þó svo að kennsla sé nú þegar hafin í dagskóla er fjarnámið ekki enn hafið. Innritun í það stendur yfir og er umsóknarfrestur til 1. september nk. Kennsla hefst eigi síðar en 9. september.

Hér eru upplýsingar um þá fjarnámsáfanga sem eru í boði núna  á haustönn og hér eru meiri upplýsingar um námsframvindu í fjarnámi. Allar frekari upplýsingar um fjarnámið er að finna hér á heimasíðu skólans og Baldvin B. Ringsted, sviðsstjóri verk- og fjarnáms veitir fúslega upplýsingar.

Í ljósi þess að umsóknarfrestur um fjarnám er til 1. september nk. er ekki ljóst með fjölda fjarnema á haustönn. Hins vegar segir Baldvin að fjöldi nemenda í meistaraskóla í fjarnámi verði með allra mesta móti núna á haustönn. Í suma áfanga sé nú þegar orðið fullbókað. Hann hvetur alla áhugasama, bæði meistaraskólanema og aðra, að geyma ekki fram á síðustu stundu að skrá sig í fjarnámið.