Fara í efni  

Ine Lamers međ ţriđjudagsfyrirlestur

Ine Lamers međ ţriđjudagsfyrirlestur
Ine Lamers.

Myndlistarkonan Ine Lamers verđur međ ţriđjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu í dag kl. 17. Yfirskrift fyrirlestursins er „Remote“ og er hann í röđ fyrirlestra á ţriđjudögum í vetur í Ketilhúsinu, sem eru samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Ađgangur er ókeypis. Fyrirlestur Ine verđur á ensku. Ţetta er síđasti ţriđjudagsfyrirlesturinn á ţessu ári en ţráđurinn verđur tekinn upp eftir áramót.

Í fyrirlestrinum í dag kynnir Ine tvö af verkefnum sínum sem eru unnin á mismunandi tíma og eru ólík ađ innihaldi og í nálgun. Samt sem áđur eru ađal umfjöllunarefni beggja verkefnanna sjálfsmynd og samband mannsins viđ umhverfi sitt.

Ine mun segja frá vídeóverkinu Not She sem er í eigu Listasafnsins á Akureyri, hugmyndinni á bakviđ verkiđ, gerđ ţess o.fl. Einnig mun hún fjalla um verkefni sem hún vinnur ađ um ţessar mundir í Hrísey undir vinnuheitinu Remote Sensing og tengingu ţess viđ önnur eldri verkefni. Auk ţessa verđa sýnd myndskeiđ sem hún vann í listamannadvöl í Ólafsfirđi ţar sem landslagiđ og draumkenndir ţćttir ţess eru viđfangsefniđ.
Mondriaan sjóđurinn styrkir dvöl Ine Lamers á Íslandi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00