Fara í efni  

Námsleyfi nýtt til náms í opinberri stjórnsýslu og markţjálfun

Námsleyfi nýtt til náms í opinberri stjórnsýslu og markţjálfun
Benedikt Barđason ađstođarskólameistari VMA.

Benedikt Barđason ađstođarskólameistari VMA er kominn til starfa á ný eftir ađ hafa veriđ í námsleyfi síđasta áriđ. Hann segist hafa nýtt síđasta vetur til náms, sem hafi veriđ afar skemmtileg áskorun, en jafnframt sé ánćgjulegt ađ vera kominn til starfa viđ skólann á nýjan leik.

„Ţađ er yndislegt ađ vera kominn aftur til starfa. Ţađ tók mig nokkra daga ađ rifja upp verkefnin en núna er rútínan komin í gang, skólastarfiđ er hafiđ og ţađ er bara ljómandi gott. Viđ erum međ stóran hóp nýnema og almennt líst mér mjög vel á veturinn,” segir Benedikt.

Fyrir ári síđan hóf Benedikt nám í opinberri stjórnsýslu í Háskóla Íslands. Ađ stórum hluta var um fjarnám ađ rćđa og ţví var unnt ađ taka bróđurpart námsins í gegnum tölvu frá Akureyri. Eftir fyrri önnina var diploma ađ baki í opinberri stjórnsýslu en áfram var haldiđ og numiđ til vors. „Ţá voru í húsi 90 einingar af 120 einingum til meistaraprófs. Ritgerđinni á ég eftir ađ skila og hún verđur verkefni vetrarins samhliđa fullri vinnu hér, ef allt gengur ađ óskum,“ segir Benedikt.

Frá 1989 hefur Benedikt starfađ međ hléum viđ VMA. Hann var ţrjú ár í Danmörku, á árunum 1994-1997, til ţess ađ lćra efnatćknifrćđi og ađ ţví loknu lá leiđin aftur til kennslu í VMA. Hann var áfangastjóri til nokkurra ára og veturinn 2011-2012 leysti hann af sem ađstođarskólameistari og var síđan ráđinn í ţađ starf áriđ 2016.

„Ţađ var mikil áskorun ađ setjast á skólabekk. Auđvitađ hefur mađur veriđ reglulega í endurmenntun en ţetta var öđruvísi. Ég tók ţetta eins og hverja ađra vinnu og var jafnan sestur viđ tölvuna ađ morgni dags og vann mína átta tíma. Hópavinna var líka hluti af náminu og í hana var oft fariđ á kvöldin ţegar öllum viđkomandi hentađi. Ţetta var ađ lang stćrstum hluta unniđ í fjarnámi en síđan voru áfangar sem var skyldumćting í og ţví fór ég suđur ađ jafnađi fjórđu hverja helgi. Stóri ávinningurinn af náminu í HÍ var ađ lćra um ţađ starf sem ég er í, ţ.e. opinbera stjórnsýslu. Ţađ var afar áhugavert og gefandi. Ég tel eftir ađ hafa fariđ í gegnum ţetta nám ađ afar ćskilegt sé ađ ţeir sem gegna ýmsum opinberum stjórnunarstörfum taki í ţađ minnsta diplomanámiđ í opinberri stjórnsýslu,“ segir Benedikt. Hann segist fúslega viđurkenna ađ sú áskorun ađ takast á viđ svo krefjandi nám hafi kveikt áhugann á ţví ađ lćra meira. Alltaf sé hćgt ađ bćta viđ sig í ýmsu er lýtur ađ skóla- og menntunarfrćđi.

Ekki ađeins tókst Benedikt á viđ framangreint nám í opinberri stjórnsýslu. Hann ákvađ ađ taka stökkiđ og fór í markţjálfunarnám. „Ég hafđi alltaf velt vöngum yfir ađ gera eitthvađ meira ţetta ár en stunda námiđ í opinberri stjórnsýslu. Vissi hins vegar ekki hvert leiđin myndi liggja. Ţađ var síđan einn góđan veđurdag ţegar ég var ađ vinna ađ krefjandi hópaverkefni í náminu í opinberri stjórnsýslu ađ ég sé auglýst nám í markţjálfun hjá fyrirtćkinu Profectus í Reykjavík. Ég fer međ ţađ sama inn á heimasíđu fyrirtćkisins, les mér til um námiđ og skrái mig strax. Tveimur dögum síđar hóf ég markţjálfunarnám og lauk ţví ásamt viđbót sem á ensku kallast „Whole Brain Coach“. Opinber stjórnsýsla fjallar almennt ekki mikiđ um ađ ná árangri međ fólk mađur á mann. En markţjálfunin veitir innsýn í mannlega ţáttinn, ađ vinna mađur á mann. Ţetta var mjög áhugavert og gefandi. Samtalstćkni er einn ţátturinn og hann nýtist afar vel í öllum stjórnunarstörfum, varđandi t.d. starfsmannaviđtöl og ţađ sama á viđ um samtöl viđ nemendur. Ég hefđi ekki viljađ missa af ţessu.“

Ţriđja áskorunin síđasta vetur var jólafríiđ. Benedikt segist ekki hafa náđ heilu jólafríi í mörg undanfarin ár vegna ţess ađ sem ađstođarskólameistari og áfangastjóri í VMA hafi drjúgur tími af jólafríinu veriđ fyrir framan tölvuna viđ undirbúning vorannar. En síđustu jól voru öđruvísi, í hálfan mánuđ um jól og áramót var Benedikt og fjölskylda á Kanaríeyjum. „Vissulega voru ţetta öđruvísi jól en í stuttu máli sagt var ţetta hreint dásamleg ferđ sem viđ höfđum öll mikla ánćgju af,“ segir Benedikt.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00