Fara í efni

Örverur skoðaðar frá ýmsum hliðum

Einbeittar að vinna með sýnin.
Einbeittar að vinna með sýnin.

Það væri fáskrúðugt lífið á jörðinni ef engar væru örverurnar. Þær eru okkur ekki sjáanlegar en gera sitt gagn og vel það!

Örverur og bakteríur, veirur og sveppir og margt fleira er umfjöllunarefnið í áfanga sem Jóhannes Árnason kennir nemendum á náttúrufræðibraut og sjúkraliðabraut VMA, þar sem m.a. er farið í grunnatriðin í vinnubrögðin á rannsóknarstofum. Þessar myndir voru teknar í kennslustund í vikunni þar sem nemendur voru að vinna áfram með sýni af ýmsum toga sem þeir settu í þar til gerð sýnabox fyrir viku síðan. Fróðlegt var að sjá hvað hefur gerst á einni viku – og áfram verður unnið með þessi sýni á önninni.

Sýklar eru af ýmsum toga, eins og vera ber, og mismunandi aðferðum er beitt við greiningu þeirra og ræktun. Fylgja þarf nákvæmum reglum um dauð- og sótthreinsun og eins og heimsbyggðin hefur upplifað á tímum kóvidfaraldurs er handþvottur einn af lykilþáttunum. Þessi heimur er heillandi og margbreytilegur og nemendur í áfanganum hjá Jóhannesi skyggnast inn í eina álmu þessa stóra völundarhúss.