Fara í efni  

Í anda Ásmundar

Í anda Ásmundar
Sköpunin fćr útrás í tíma hjá Örnu Valsdóttur.

Á myndlistarlínu listnáms- og hönnunarbrautar fá nemendur innsýn í ólík listform, eins og vera ber. Í einum myndlistaráfanganum eru höggmyndir eđa skúlptúrar á dagskrá. Á dögunum var litiđ inn í kennslustund hjá Örnu Valsdóttur ţar sem nemendur unnu kappsamlega ađ ţví ađ móta verk úr sínum hugarfylgsnum í anda Ásmundar Sveinssonar.

Hrafnhildur Sunna Eyţórsdóttir var ein af ţeim sem glímdi viđ gerđ skúlptúrs í anda Ásmundar í ţessum tíma hjá Örnu. Hún er Reykvíkingur en ákvađ ađ hleypa heimdraganum, eins og sagt er, og flytja norđur til Akureyrar og hefja nám á listnáms- og hönnunarbraut VMA. Hún bjó á heimavistinni sl. vetur og í upphafi ţesssarar annar en leigir núna úti í bć. Hrafnhildur Sunna segist engan veginn hafa veriđ viss um hvađ hún vildi lćra, margt hafi heillađ eins og t.d. ađ lćra listrćna förđun. Einnig hafi hún velt vöngum yfir ţví ađ lćra ađ verđa bakari og raunar sé alls ekki útilokađ ađ hún eigi síđar eftir ađ fara í bakarann. En listnám hafi ađ lokum orđiđ fyrir valinu.

„Ég verđ ađ viđurkenna ađ mamma saknađi mín mikiđ eftir ađ ég flutti hingađ norđur í fyrra en hún var jafnframt stolt ađ ţví ađ ég skyldi láta hjartađ ráđa för og prófa eitthvađ nýtt. Ţó svo ađ mér finnist ţetta nám mjög skemmtilegt og gefandi er ég ekki viss um ađ ég leggi listsköpun fyrir mig. Eins og stađan er núna ţori ég ekki ađ segja til um hvar ég verđ eftir tíu ár. Kannski verđ ég ţá orđin bakari, hver veit?“ segir Hrafnhildur Sunna og brosir.

Hún segist til ađ byrja međ hafa gert grín af Akureyringum fyrir stolt og ást ţeirra á sínum heimabć. „En ţađ geri ég ekki lengur. Ég kann mjög vel viđ mig hér fyrir norđan og elska ţennan bć.“


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00