Fara í efni

Hvítabirnir í þriðjudagsfyrirlestri

Kristinn Schram.
Kristinn Schram.

Í dag, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 17-17.40, heldur Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Vísitasíur og vegalaust bjarnfólk

Í fyrirlestrinum fjallar Kristinn um birtingarmyndir hvítabjarna í efnismenningu og frásögnum á Íslandi. Hann skoðar þær í menningarlegu og sögulegu samhengi og ræðir um með hvaða hætti hlutverk þeirra hefur fléttast saman við mennskar sjálfsmyndir fyrr og nú. Þá segir Kristinn frá rannsóknarverkefninu Ísbirnir á villigötum sem er unnið í samstarfi Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands og er leitt af Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Kristinn er meðrannsakandi í þessu þriggja ára verkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og listasafna. 

Kristinn Schram er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann er doktor í þjóðfræði frá Edinborgarháskóla og hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknaseturs um norðurslóðir og Þjóðfræðistofu.

Þriðjudagsfyrirlestrar eru samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA og Gilfélagsins. Aðgangur er ókeypis.