Fara í efni  

Stefnan tekin á árlegt Flensborgarhlaup

Í nćstu viku, nánar tiltekiđ ţriđjudaginn 27. september, verđur efnt til framhaldsskólakeppni í hlaupi viđ Flensborgarskóla í Hafnarfirđi. Um er ađ rćđa hiđ árlega Flensborgarhlaup, sem nokkrir nemendur og starfsmenn VMA hafa tekiđ ţátt í undanfarin ár. Bođiđ verđur upp á tvćr vegalengdir, 5 km og 10 km, en framhaldsskólakeppnin fer ađeins fram í 10 km hlaupinu. Ţar verđur krýndur framhaldsskólameistari karla og kvenna auk ţess sem dreginn verđur út fjöldi verđlauna. Hér er auglýsing fyrir hlaupiđ.

VMA hyggst taka ţátt í Flensborgarhlaupinu, eins og undanfarin ár. Vitađ er ađ í skólanum er fullt af frískum og hraustum stelpum og strákum og er hér međ skorađ á ţessa hraustu hlaupara ađ gefa sig fram og koma međ suđur í Hafnarfjörđ.  Ath. ađ ekki  er skilyrđi ađ hlauparar séu afreksíţróttamenn, einungis er gerđ krafa um ađ nemendur taki ţátt og hafi gaman af. Nemendur geta bćđi hlaupiđ 5 og 10 km ţó svo ađ framhaldskólakeppnin sjálf sé ađeins í 10 km hlaupinu.

Frekari upplýsingar um hlaupiđ eru hér:

Hlaupiđ hefst kl. 17:30 og verđur lagt af stađ ađ morgni ţess sama dags kl. 9:00 frá VMA og ţví gefst einhver frjáls tími viđ komu í borgina. Eftir hlaup verđur fariđ í sund, síđan borđađ og gert eitthvađ skemmtilegt um kvöldiđ. Gist verđur í Flensborgarskólanum og lagt af stađ um kl. 9:00 miđvikudaginn 28. september, aftur heim. Gert er ráđ fyrir heimkomu upp úr hádegi.

Nemendur geta skráđ sig í hlaupiđ hlaup.is og á skrifstofu skólans og ţurfa ađ gera ţađ í síđasta lagi nk. föstudag, 23. september. Ekki er hćgt ađ skrá sig á stađnum.

Nemendur ţurfa ekki ađ greiđa fyrir fariđ suđur en ţeir greiđa 500 krónur í mótsgjald (ţar sem sundferđin er innifalin) og greiđa sömuleiđis fyrir mat.

Undirbúningsfundur verđur föstudaginn 23. september kl. 13:15 í stofu B-01. Áhugasamir hafi samband viđ Valgerđi Dögg félagsfrćđikennara (vala@vma.is) eđa Ólaf íţróttakennara (olafur@vma.is) sem fyrst ţví í bođi er takmarkađur fjöldi sćta suđur.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00