Fara í efni

Hverjir vilja leika í Ávaxtakörfunni?

Síðdegis á morgun, þriðjudaginn 10. október, verða prufur í hlutverk í Ávaxtakörfunni sem Leikfélag VMA mun setja upp í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í febrúar á næsta ári. Þeir sem hafa áhuga á að reyna sig í prufunum fara einfaldlega í lúguna inn á skrifstofu VMA og fá þar blað með öllum nauðsynlegum upplýsingum um prufurnar – tímasetningu á prufunum o.fl.

Eins og fram hefur komið verður frumsýning á Ávaxtakörfunni 11. febrúar á næsta ári. Þó langt sé í frumsýningu fara æfingar á leikritinu í fullan gang, fljótlega eftir prufurnar.

Pétur Guðjónsson mun leikstýra sýningunni og Sindri Snær Konráðsson heldur utan um þann hluta í sýningunni er lýtur að söngnum. Við prufurnar á morgun verður Þórhildur Övarsdóttir söngkona þeim til halds og trausts.