Fara í efni  

Hvar er miđja VMA?

Hvar er miđja VMA?
Natan Dýri og Elín Björk Unnarsdóttir, kennari.

Hvar er miđja Verkmenntaskólans á Akureyri? Er yfirleitt hćgt ađ finna hana? Já, ţađ er hćgt samkvćmt ströngustu stćrđfrćđiútreikningum. Stćrđfrćđikennarar lögđust í mikla útreikninga á dögunum og fundu nákvćmlega út hvar miđja skólans er. Grunnur ţess ađ finna miđjuna út er ađ leggjast í nokkuđ flókna flatarmálsreikninga út frá grunnmynd af skólanum. Reikningarnir leiddu í ljós ađ miđjan er á bókasafni skólans.

Í tilefni alţjóđlega π (pí) dagsins sl. fimmtudag, 14. mars, buđu stćrđfrćđikennarar nemendum upp á ţá skemmtilegu ţraut ađ finna miđju skólans. Ţátttakendur skyldu skila lausnum í kassa fyrir klukkan 3.14 sl. fimmtudag. Engin tilviljun ađ ţessi tímasetning var valin ţví ţađ er einmitt gildi π. Úr réttum lausnum var síđan dregiđ og reyndist verđlaunahafinn vera Natan Dýri Hjartarson, nemandi á náttúruvísindabraut. Honum var í löngu frímínútunum sl. föstudag afhent gjafabréf ađ upphćđ kr. 6 ţúsund sem gildir á Rub23, Sushi Corner, Bautanum eđa Pizzasmiđjunni.

En hvađ er pí? Jú, ţađ er stćrđfrćđilegur fasti, skilgreindur sem hlutfalliđ milli ummáls og ţvermál hrings. Međ tveimur aukastöfum er pí 3,14. En hins vegar hefur ţađ lengi veriđ ákveđin íţrótt ađ reikna út fleiri aukastafi og ţeir sem ţađ gera eru skráđir á spjöld sögunnar í Heimsmetabók Guinness. Nýr heimsmethafi var einmitt krýndur á alţjóđlega Pí-daginn, 14. mars sl. Sá heitir Emma Haruka Iwao og er starfsmađur Google í Japan. Viđ útreikninga sína naut hún ađstođar risavaxins tölvuvers. Aukastafirnir í hennar útreikningum eru hvorki meira né minna en 31 trilljón. Eldra metiđ var 22 trilljón aukastafir.

Hér eru frekari upplýsingar um π.   

Verđlaunahafinn Natan Dýri tók tćknina í notkun til ţess ađ finna út miđju skólans. Hann hlóđ niđur appi á símann sinn, ekki ósvipuđu og skokkarar nota, gekk međfram bćđi norđur- og austurhliđ skólans og mćldi vegalengdir og međ ţví ađ rýna í grunnmynd af skólanum fann hann nákvćmlega út hvar miđja skólans vćri.

Natan Dýri hóf nám viđ VMA sl. haust. Hann fór í MR úr 9. bekk grunnskóla og var ţar einn vetur en kom síđan norđur í VMA. Hann kann náminu vel  og er auk ţess í námi í skapandi tónlist í Tónlistarskólanum á Akureyri, enda segist hann hafa mikla ánćgju af ţví ađ búa til tónlist, einkum geri hann grunna í tölvunni sinni í rapptengdri tónlist.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00