Fara í efni  

Sláandi frásagnir ţriggja kvenna á forvarnafyrirlestri

Sláandi frásagnir ţriggja kvenna á forvarnafyrirlestri
Nemendur og kennarar á fyrirlestrinum í M01.

Ţađ ţurfti mikiđ hugrekki til ţess ađ standa fyrir framan ţétt skipađa bekki í M01 sl. mánudag og segja persónulegar sögur af neyslu og dimmustu og dýpstu dölum lífsins. En ţađ gerđu ţćr Inga Fanney Gunnarsdóttir, Ása Rut Garđarsdóttir og Tinna Mjöll Snćland Halldórsdóttir engu ađ síđur og sögđu ađ vonandi yrđu sögur ţeirra til ţess ađ hjálpa einhverjum ađ forđast ţann sársaukafulla tíma sem ţćr hefđu allar gengiđ í gegnum vegna drykkju og lyfjaneyslu. Fyrirlestur ţeirra var upphafiđ á forvarnavikunni í VMA sem hófst sl. mánudag og lýkur međ fyrirlestrum og skemmtidagskrá annađ kvöld í Gryfjunni. Frásögn ţeirra ţriggja var í senn sláandi og átakanleg og nemendur og starfsmenn sem voru viđstaddir munu seint gleyma ţessari stund.

Algjört stjórnleysi
Inga Fanney Gunnarsdóttir sagđi sína sögu fyrst. Hún er 35 ára gömul, tveggja barna móđir, og stundar sjúkraliđanám í VMA. Inga Fanney rifjađi upp ađ ţrettán ára gömul hafi hún byrjađ ađ drekka áfengi. Henni leiđ illa í skóla, var lögđ í einelti, m.a. vegna ţess ađ hún var međ rautt hár, og tengdist ekki inn í vinahópa. Eftir fyrsta vínsopann ţróuđust mál á ţann veg ađ drukkiđ var um helgar og lífiđ tók ađ snúast um áfengiđ og ađ plana nćsta partý. Stöđugt seig á ógćfuhliđina og sautján ára gömul fór Inga í fyrsta skipti í međferđ á Vog. „Ţegar ţarna var komiđ sögu var ég búin ađ mála mig algjörlega út í horn,“ sagđi Inga Fanney og lagđi áherslu á orđ sín. Á Vogi kynnist hún mörgum sem ekki voru í ósvipuđum sporum. Fjórum mánuđum síđar var allt komiđ í sama fariđ og stađan var raunar enn ţá verri. „Ţá fór ég ađ sprauta mig í fyrsta skipti og ţá hófst algjört stjórnleysi í mínu lífi. Ţegar ég var tvítug lést vinkona mín og ţann sama dag tók ég of stóran skammt og fór inn á Vog. Ég vann um tíma á strippstađ til ţess ađ fjármagna neysluna en 22ja ára náđi ég loks ađ verđa edrú. Ég kynntist strák og varđ ófrísk. Ég var edrú í fimm ár,“ rifjar Inga Fanney upp.

Sautján ára gömul hafđi Inga Fanney greinst međ lifrarbólgu. Hún ákvađ mörgum árum síđar ađ fara í lyfjameđferđ til ţess ađ vinna bug á ţessu meini en hún gekk illa og endađi međ ósköpum. Ingu Fanneyju fannst öll sú hjálp sem í bođi var asnaleg og tilgangslaus. Hún fór ađ leiđi vinkonu sinnar sem hafđi orđiđ fíkninni ađ bráđ. Á ţessum tímapunkti urđu ný kaflaskipti. Hún kynntist rítalíni og ákvađ í kjölfariđ ađ hún skyldi aldrei aftur verđa edrú. Stöđugt seig á ógćfuhliđina, Inga Fanney skrifađi dagbókarfćrslur á ţessum tíma og margar ţeirra eru í meira lagi átakanlegar og lýsa vel ţessari martröđ. Móđir hennar fékk sjálfrćđi hennar svipt. Hún var á götunni og sá ekki fram á neitt. Hún hafđi misst börnin sín tvö frá sér, hún reyndi ađ vera í sambandi viđ ţau í ţessu ástandi en gat ţađ ekki. Hún var samtals í átján mánuđi á áfangaheimili til ţess ađ reyna ađ fóta sig aftur út í lífiđ.

Núna er líf Ingu Fanneyjar allt annađ og betra. Ţrjátíu og fimm ára gömul er hún komin í sjúkraliđanám í VMA og í febrúar á nćsta ári hefur hún veriđ edrú í fimm ár. Hún orđar ţađ svo ađ í sinni neyslu hafi hún fariđ illa međ líkamann. „Mín saga er stjórnleysi. Fyrst var ţetta spennandi. Ţađ var ekkert sem stoppađi mig. En ég hefđi viljađ eyđa tímanum öđruvísi en ég gerđi. Ég var vesalingur međ sjúkdóm. Ţetta var enginn dans á rósum. Skilabođ mín til ykkar eru ţessi: Ţiđ eruđ ekki ósnertanleg en ekki gera ţetta!“ sagđi Inga Fanney Gunnarsdóttir.

Ţađ var algjört svartnćtti
Ása Rut Garđarsdóttir er ţrítug ađ aldri og einnig í sjúkraliđanámi í VMA. „Sögur okkar Ingu Fanneyjar eru líkar ađ ţví leyti ađ hvorug okkar ćtlađi ţessa leiđ í lífinu,“ sagđi Ása Rut í upphafi sinnar frásagnar. „Ég drakk í fyrsta skipti áfengi tólf ára gömul á ćttarmóti ásamt jafnöldru minni. Ţetta átti ađ vera smá flipp, viđ vorum bara ađ stelast. Daginn eftir hugsađi ég međ mér; ţetta var geggjađ, hvenćr get ég gert ţetta aftur?“

Svona hélt ţetta áfram upp grunnskólann, Ása Rut segist hafa veriđ ofvirk og međ athyglisbrest og ţví hafi gengiđ á ýmsu. Hún fór ađ vera međ strák sem var sex árum eldri og drakk. Drykkja Ásu jókst og á einu ári sagđist hún hafa drukkiđ sig inn í međferđ. Á ţeim tímapunkti hafi hún ţó alls ekki ćtlađ nokkurn tímann ađ sprauta sig, hún hafi ekki ćtlađ ađ verđa eins og rónarnir á Hlemmi í Reykjavík. Áriđ 2009 var komiđ ađ međferđ og aftur 2012. Seinna áriđ sprautađi Ása Rut sig í fyrsta skipti, ţrátt fyrir heitstrengingar um ađ ţađ skyldi aldrei fyrir hana koma. „Ţarna var ég orđin manneskja sem ég ćtlađi aldrei ađ verđa,“ sagđi Ása Rut. Hún hafđi m.a. látiđ sig dreyma um ađ verđa hárgreiđsludama eđa flugfreyja en ţessir háleitu draumar voru fjarlćgir ţegar ţarna var komiđ sögu. „Áriđ 2013 hafđi ég enga stjórn lengur og í apríl 2014 fór ég aftur í međferđ. Ţađ var algjört svartnćtti, ég átti enga vini og enga fjölskyldu. Ţetta var sjúklegt ástand og varđ erfiđara međ hverjum mánuđinum. Ţegar ég fór í ţessa međferđ áriđ 2014 var ég einfaldlega komin mjög langt niđur. En frá og međ apríl 2014 hef ég veriđ edrú og líf mitt hefur gjörbreyst frá a til ö. Ég á frábćrt líf í dag en ţađ eru ţví miđur ekki allir svo heppnir. Vissulega er ţetta allt óraunverulegt en ţó stađeynd,“ sagđi Ása Rut Garđarsdóttir.

Taldi mig ekki eiga framtíđ
Tinna Mjöll Snćland Halldórsdóttir er 26 ára gömul. Hún er ekki nemandi í VMA en var fús til ţess ađ deila sögu sinni međ öđrum og leggja sín lóđ á vogarskálarnar í forvarnaviku VMA.

„Ég minnist ţess ađ í grunnskóla fór ég ásamt samnemendum mínum í grunnskóla á forvarnafyrirlestur í Nýja-Bíói. Lýsingarnar sem voru á borđ bornar voru ekki gćfulegar en ég hugsađi međ mér; ekki séns ađ ţetta komi fyrir mig. En ekki löngu síđar var ég í ţessum sporum,“ sagđi Tinna Mjöll. Hún sagđi ađ auk fíknarinnar hafi hún glímt viđ ţunglyndi og kvíđa. „Sem unglingur fannst mér ég ekki gera neitt rétt, var félagsfćlin og ţróađi međ mér átröskun og byrjađi ađ drekka. Áhrif af áfengisneyslunni gerđu ţađ ađ verkum ađ ég gat til dćmis talađ viđ stráka. Líf mitt fór ađ snúast um drykkju, ég kynnist strák og í kjölfariđ fór ég ađ taka í nefiđ og var langtleiddur fíkill ađeins sextán ára gömul og fór ađ sprauta mig. Efnin sem ég tók voru fyrir mig ekki valkostur, ţau voru mér nauđsyn. Ég fór fljótlega í međferđ og svona gekk ţetta um tíma, ég fór í međferđir og datt í ţađ til skiptis. Ég var föst í fíkninni og missti marga góđa vini mína,“ segir Tinna Mjöll.

Áriđ 2015 fór Tinna í međferđ á Vog og síđan eftirmeđferđ en eftir tvćr vikur var lífiđ komiđ í sömu skorđur, hún datt í ţađ, fékk lifrarbólgu og ţađ fór ađ bera á taugaskemmdum í fćti. Hún gat varla setiđ, enda afar horuđ, 176 m ađ hćđ en einungis 50 kíló. „Ég taldi mig ekki eiga framtíđ og hélt ađ ég myndi deyja. En ţann 4. júlí 2015 fékk ég kraftinn til ţess ađ snúa viđ blađinu og hef veriđ edrú síđan. Fór í framhaldinu aftur í fiđlunám. Frá 2015 til 2017 var yndislegur tími. En ţó ég vćri orđin edrú losnađi ég ekki viđ ţunglyndiđ sem hefur fylgt mér lengi. Ég leitađi mér ítrekađ hjálpar en allt kom fyrir ekki, ekkert breyttist. Ég var komin á súran stađ og vildi deyja. Ţann 1. nóvember í fyrra tók ég uppsafnađar töflur og fór ađ sofa. Var í kjölfariđ lögđ inn á sjúkrahús milli heims og helju. Var lengi haldiđ sofandi á sjúkrahúsi en vaknađi og hef smám saman veriđ ađ ná mér. Ég var heppin en ţađ eru ekki allir heppnir. Ég hef fylgt allt of mörgum vinum mínum til grafar. Einn af ţeim var einn af mínum bestu vinum, 25 ára gamall. Ađ fylgja honum til grafar er eitt ţađ versta sem ég hef gert á ćvinni,“ sagđi Tinna Mjöll og bćtti viđ: „Ég hélt ađ margt af ţví sem ég gerđi vćri meinlaust. En svo var ekki. Ţetta er alvöru heimur.“


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00