Fara í efni

Hugarþel - sýning á lokaverkefnum listnámsbrautarnema

Sýningin er í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri.
Sýningin er í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri.

Í kvöld, föstudaginn 28. nóvember, kl. 20 verður opnuð í Sal Myndlistarfélagsins við Kaupvangsstsræti sýningin „Hugarþel“ þar sem verða sýnd lokaverkefni nemenda á listnámsbraut VMA sem útskrifast núna fyrir jól. Bæði eru þetta verk nemenda af myndlistar- og textílkjörsviði listnámsbrautar.

Í lok hverrar annar er fastur liður að útskriftarnemendur á listnámsbraut efni til sýningar þar sem fólki gefst kostur á að sjá vinnu þeirra.

Útskrifarnemendurnir sem sýna verk sín eru:

Dagný Lilja Arnarsdóttir – myndlist
Hjörtur Benediktsson – myndlist
Ragnar Bollason – myndlist
Guðrún Kamban – myndlist
Lena Birgisdóttir – myndlist
Laufey Björg Kristjánsdóttir – myndlist
Petrea Kaðlín Sigmundsdóttir – myndlist
Halla Björg Harðardóttir– textíl
Ása Sverrisdóttir – textíl
Agnes Ýr Aðalsteinsdóttir – textíl
Katrín Hrund Ryan– textíl
Sigþrúður Elínardóttir – textíl

Sem fyrr segir verður sýningin opnuð í kvöld kl. 20 og hún verður einnig opin um helgin, bæði laugardag og sunnudag, kl. 14 til 17 báða dagana. Allir hjartanlega velkomnir.