Fara í efni

Hryllingshús í VMA - Hrekkjavaka 2023

Föstudaginn 27. október verður Hryllingshús í VMA frá kl. 17-21.

Öll velkomin en börn yngri en 10 ára verða að vera i fylgd með fullorðnum. Aðgangur er ókeypis og er Hryllingshúsið sett upp af Leikfélagi VMA. 

Búast má við alls konar draugum og kynjaverum. Hleypt verður inn í húsið í hópum og með hverjum hóp er sögumaður sem leiðir gesti í gegnum húsið. 

Gengið er inn um inngang að vestan. 

Sjáumst í Hryllingshúsinu í VMA og fögnum Hrekkjavökunni. Gestir hvattir til að mæta í Hryllingshúsið í Hrekkjavökubúningum. 

Leikfélag VMA