Fara í efni

Hratt fljúga árin!

Nokkur af þeim verkefnum sem Guðmundur Orri Garðarsson, nemandi á sérnámsbraut, hefur unnið að núna …
Nokkur af þeim verkefnum sem Guðmundur Orri Garðarsson, nemandi á sérnámsbraut, hefur unnið að núna á síðustu önn sinni í skólanum.

Þessa dagana er uppskerutími á öllum vígstöðvum í skólanum enda skólaárið á síðustu metrunum, kennslu lýkur næstkomandi miðvikudag. Í gær var á sérnámsbraut skólans brugðið upp nokkrum svipmyndum af skólagöngu þeirra tveggja nemenda brautarinnar sem eru að útskrifast frá skólanum síðar í þessum mánuði. Þetta eru Guðmundur Orri Garðarsson og Kristján Logi Kárason

Báðir eru þeir núna að ljúka sínu fjórða námsári í skólanum sem okkur finnst ótrúlegt en er til marks um hversu hratt tíminn líður! Árin fjögur með þeim hafa verið einstaklega skemmtileg og lærdómsrík. Kennslan hefur verið gagnkvæm,  kennarar og aðrir sem hafa unnið með þeim Guðmundi Orra og Kristjáni Loga hafa lagt sig fram um að miðla til þeirra einu og öðru en ekkert síður hafa þeir kennt okkur, starfsfólki og nemendum VMA, svo óendanlega margt um lífið.

Guðmundi Orra, Kristjáni Loga og öðrum nemendum sem eru núna að setja lokapunktinn yfir nám sitt í VMA fylgja einlægar óskir um bjarta framtíð.