Fara í efni  

Hönnun heillar

Hönnun heillar
Bjarki Rúnar Sigurđsson viđ akrílverk sitt.

Bjarki Rúnar Sigurđsson hefur lengi haft áhuga á hverskonar hönnun og ţví lá nokkuđ beint viđ ađ fara á listnáms- og hönnunarbraut VMA. Hann ólst upp í Mosfellsbć en fluttist norđur yfir heiđar međ fjölskyldu sinni áriđ 2007 og hún býr í kyrrđinni í Vađlaheiđinni međ prýđilegt útsýni til Akureyrar. Bjarki Rúnar var í grunnskóla á Hrafnagili og síđan lá leiđin á Eyrarlandsholtiđ.

Hann segir ađ mögulega séu einhver listrćn gen í blóđinu, í ţađ minnsta hafi Anna María systir hans útskrifast af textílkjörsviđi listnámsbrautar VMA og grípi stundum í penslana og ţađ sama geri móđir ţeirra, Guđrún Ösp Sćvarsdóttir. „Ég ímynda mér ađ myndlistaráhugi systur minnar og móđur hafi ýtt undir ađ ég ákvađ ađ fara ţessa leiđ í náminu.“

Bjarki Rúnar er nú á lokasprettinum í náminu og útskrifast í desember nk. Hann vinnur nú ađ lokaverkefni sínu sem verđur til sýnis ásamt öđrum lokaverkefnum útskritarnema í Ketilhúsinu síđar í ţessum mánuđi. Verkiđ segir hann ađ verđi skúlptúr ţar sem hann móti hreindýr úr grilltöngum og sé skúlptúrinn felldur inn í ljósmynd. Fróđlegt verđur ađ sjá útkomuna.

Síđustu daga hefur akrílverk Bjarka Rúnars veriđ á vegg mót austurinngangi skólans. „Eiginlega er ég bara ađ ćfa mig í ţessu verki ađ mála fjölbreytt mótíf og steypa ţeim saman í eitt verk. Ég hafđi gert mér hugmynd um myndbygginguna en síđan ţróađist myndin bara í ţessa átt,“ segir Bjarki Rúnar.

En hvert skyldi hann stefna ađ loknu náminu í VMA? Vinna til ađ byrja međ, segir Bjarki Rúnar, og síđan segist hann íhuga ađ fara á lýđháskól í Danmörku áđur en fariđ verđi í frekara nám á sviđi hönnunar, t.d. arkitektúr eđa grafíska hönnun.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00