Fara í efni

Höfðingleg gjöf frá Skipavörum til VMA - ný tilraunatæki

Ingimar, Sigríður Huld skólameistari og Vilhjálmur glöð í bragði
Ingimar, Sigríður Huld skólameistari og Vilhjálmur glöð í bragði
Verkmenntaskólanum hefur verið færð höfðingleg  gjöf. Það var umboðsaðili Drew Marine  á Íslandi, Skipavörur, sem höfðu milligöngu um gjöfina.  Um er að ræða tæki til mælingar á fjölmörgu sem lýtur að meðhöndlun og rannsóknum á olíu meðal annars fullkomin rafeindatæki til  mælinga á eðlismassi , seigju, vatnsinnihaldi og mörgu fleiru.  Verkmenntaskólanum hefur verið færð höfðingleg  gjöf. Það var umboðsaðili Drew Marine  á Íslandi, Skipavörur, sem höfðu milligöngu um gjöfina.  Um er að ræða tæki til mælingar á fjölmörgu sem lýtur að meðhöndlun og rannsóknum á olíu meðal annars fullkomin rafeindatæki til  mælinga á eðlismassi , seigju, vatnsinnihaldi og mörgu fleiru. 



Með tilkomu þessarra tækja þá verða miklar framfarir í möguleikum skólans til kennslu í olíufræðum.  Gjöf sem þessi styrkir mjög tengsl skólans við atvinnulífið og eykur möguleika skólans til að undirbúa nemendur á sem bestan hátt undir störf í framtíðinni.
 
Skólinn vill koma á framfæri þökkum til þeirra sem að þessarri gjöf standa.


Nemendur sökkva sér í tilraunirnar


Áhuginn leynir sér ekki


Skápur fullur af áhöldum