Fara í efni

Hlutverk VMA í breyttri heimsmynd - málþing í Hofi 23. mars

Næstkomandi, fimmtudag, 23. mars, kl. 14:00-16:00 efnir Verkmenntaskólinn á Akureyri til málþings í Menningarhúsinu á Akureyri með yfirskriftinni Hlutverk VMA í breyttri heimsmynd - mikilvægi skólans í nærsamfélaginu. Málþingið er opið og eru allir velkomnir. Með málþinginu vill VMA leggja sitt af mörkum við að efla umræðu um menntun til framtíðar í nærsamfélagi skólans. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Framsögu hafa:
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA.
Tryggvi Thayer, menntunar- og framtíðarfræðingur frá HÍ.
Anna Kristjana Helgadóttir, brautskráður rafeindavirki frá VMA árið 2021.

Pallborð auk frummælenda:
Haukur Eiríksson, kennari og brautarstjóri rafiðngreina í VMA.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska.
Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs.
Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Ingólfur Bender hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.

Fundarstjóri: Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri hjá Norðurorku.

Norðurorka og SSNE fá þakkir fyrir stuðning og aðkomu að undirbúningi málþingsins.