Fara í efni  

Hlaupaæfingar framundan - Vorhlaup VMA 27. apríl!

Hlaupaæfingar framundan - Vorhlaup VMA 27. apríl!
Vorhlaup VMA 2023 verður 27. apríl nk.

Í ár verður á nýjan leik efnt til Vorhlaups VMA eftir þriggja ára stopp vegna kóvidfaraldursins. Hlaupið verður 27. apríl nk. kl. 17:30 (sama dag verður opið hús í VMA) og því gefst góður tími til æfinga - strax núna í páskaleyfinu milli páskaeggjanna!

Nemendur í áfanga hjá Ólafi H. Björnssyni á íþróttabraut skipuleggja hlaupið í samráði við hlauparáð og nemendafélagið Þórdunu.

Þátttakendur geta skráð sig í grunnskólaflokk (5 km), framhaldsskólaflokk og opinn flokk (5 og 10 km)

Undirbúningur hlaupsins er sem sagt kominn í fullan gang enda að mörgu að hyggja. Enn frekari kraftur verður settur í undirbúning hlaupsins eftir páskaleyfi og þá verður fjallað nánar um það hér á heimasíðunni. En vert er að benda á að búið er að setja upp Facebook síðu hlaupsins  og einnig er komin upp Instagram síða um hlaupið. 

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.