Fara í efni

Hjólin tekin að snúast

Nemendur í löngufrímínútum í Gryfjunni í gær.
Nemendur í löngufrímínútum í Gryfjunni í gær.

Smám saman er skólastarfið að komast í fullan gang, gangarnir eru farnir að iða af mannlífi og Gryfjan þéttsetin í löngufrímínútunum – en þar voru þessar myndir teknar í gær.

Eins og alltaf er þessa fyrstu daga skólaársins er töluvert um töflubreytingar. Löng biðröð myndaðist í gær fyrir framan skrifstofu sviðsstjóra en töflubreytingar eru unnar með þeim. Þeim sem óska eftir töflubreytingum er bent á að hér er hægt að nálgast allar upplýsingar um þær. Einnig skal það undirstrikað að frestur til þess að óska eftir töflubreytingum rennur út á hádegi í dag, þriðjudaginn 22. ágúst.