Fara efni  

Hjalti Jn Sveinsson kjrinn formaur

Hjalti Jn Sveinsson kjrinn formaur
Hjalti Jn Sveinsson
Hjalti Jn Sveinsson kjrinn formaur Flags slenskra framhaldsskla og Sklameistaraflags slands.

Framhaldsskólar kjósa sér einn málsvara.
Hjalti Jón Sveinsson kjörinn formaður Félags íslenskra framhaldsskóla og Skólameistarafélags Íslands.


Á aðalfundum Félags íslenskra framhaldsskóla (FÍF) og Skólameistarafélags Íslands (SMÍ) sem haldnir voru í Menntaskólanum á Egilsstöðum 5. og 6. júní voru ákveðnar breytingar á stjórnum félaganna. Afráðið var að einn formaður skyldi starfa fyrir bæði félögin fram til næsta aðalfundar. Tímanum yrði meðal annars varið til þess að endurskoða lög félaganna og jafnvel með hliðsjón af því hvort þau verði sameinuð að öllu eða nokkru leyti sem eitt félag stjórnenda í framhaldsskólum. Fundarmenn voru sammála um að á tímum mikillar þróunar og breytinga á vettvangi framhaldsskólanna væri mikilvægt að einn og sami aðilinn væri í forsvari fyrir skólastigið.

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður SMÍ, þar eð hann fer í ársleyfi til þess að vinna að sérstökum verkefnum fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður FÍF en mun sitja áfram í stjórn.

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, var kjörinn formaður beggja félaganna.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.