Fara í efni

Hjalti Jón skipaður skólameistari Kvennaskólans

Hjalti Jón Sveinsson.
Hjalti Jón Sveinsson.

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, hefur verið skipaður skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára. Miðað er við að hann ljúki yfirstandandi haustönn sem skólameistari VMA og taki við nýja starfinu í Kvennaskólanum í ársbyrjun 2016.

Hjalti Jón hefur MEd gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og MA próf í menntunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann gegndi stöðu skólameistara Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal frá 1994 til 1999 þegar hann tók við starfi skólameistara VMA. Hjalti Jón þekkir vel til í Kvennaskólanum, enda hóf hann þar ferilinn sem ungur kennari.  

Hjalti Jón var einn sex umsækjenda um stöðu skólameistara Kvennaskólans. Hann tekur við stöðunni af Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur.