Fara í efni  

Hjalti Jón skipaður skólameistari Kvennaskólans

Hjalti Jón skipaður skólameistari Kvennaskólans
Hjalti Jón Sveinsson.

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, hefur verið skipaður skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára. Miðað er við að hann ljúki yfirstandandi haustönn sem skólameistari VMA og taki við nýja starfinu í Kvennaskólanum í ársbyrjun 2016.

Hjalti Jón hefur MEd gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og MA próf í menntunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann gegndi stöðu skólameistara Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal frá 1994 til 1999 þegar hann tók við starfi skólameistara VMA. Hjalti Jón þekkir vel til í Kvennaskólanum, enda hóf hann þar ferilinn sem ungur kennari.  

Hjalti Jón var einn sex umsækjenda um stöðu skólameistara Kvennaskólans. Hann tekur við stöðunni af Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.