Fara í efni  

Hin nýja íţrótta- og lýđheilsubraut fer vel af stađ

Hin nýja íţrótta- og lýđheilsubraut fer vel af stađ
Nemendur á íţrótta- og lýđheilsubraut í tíma.

Í mörg undanfarin ár hefur veriđ starfrćkt tveggja ára íţróttabraut viđ VMA. Margir ţeirra nemenda sem hafa lokiđ námi á brautinni hafa síđan bćtt viđ sig einingum á öđrum brautum til ţess ađ ljúka stúdentsprófi. Frá og međ ţessari önn er bođiđ upp á nýja námsbraut á grunni gömlu íţróttabrautarinnar; íţrótta- og lýđheilsubraut, sem er ţriggja ára námsbraut til stúdentsprófs. Brautin fékk fljúgandi start ţví rösklega 40 nemendur eru nú skráđir á fyrsta ár.

„Breytingin er sú ađ nú erum viđ ađ gera ţessa braut ađ námsbraut til stúdentsprófs. Ţetta ţýđir ađ ţeir nemendur sem skrá sig á brautina ljúka sínu námi á ţremur árum, en í gamla kerfinu var ţađ svo ađ eftir tveggja ára íţróttabraut ţurftu nemendur sem vildu taka stúdentspróf ađ taka áfanga og útskrifast međ stúdentspróf af öđrum námsbrautum. Ţessi nýja braut er ekki bara hugsuđ fyrir nemendur sem stefna á íţróttafrćđi eđa eitthvađ slíkt, hún er líka hugsuđ sem góđur grunnur fyrir hverskyns nám innan heilsugeirans, t.d. hjúkrunarfrćđi, sjúkraţjálfun eđa jafnvel lćknisfrćđi. Nemendur á ţessari nýju braut hafa möguleika á umtalsverđu vali á áföngum út frá ţví hvađa leiđ ţeir hyggjast fara í framhaldinu.
Ég tel ađ tilkoma ţessarar nýju námsbrautar hafi veriđ mjög mikilvćgt og jákvćtt skref. Hinrik Ţórhallsson, samkennari minn, hafđi lengi ţá skođun ađ ţegar tekiđ yrđi ţađ skref sem nú er búiđ ađ taka myndi brautin stćkka til mikilla muna. Ţađ er nákvćmlega ţađ sem hefur gerst. Viđ erum núna međ 42 nemendur á fyrsta ári, ţar af 26 nýnema. Ţetta er ríflega helmings fjölgun nemenda á fyrsta ári frá ţví sem var á gömlu íţróttabrautinni. Viđ kennararnir erum sammála um ađ sá hópur nýnema sem viđ vorum ađ fá inn í skólann núna, ´99 árgangurinn, er mjög sterkur, bćđi í íţróttum og námslega,“ segir Jóhann Gunnar Jóhannsson, fagstjóri íţróttagreina í VMA.

Um framhaldiđ segist Jóhann Gunnar nokkuđ viss um ađ ţessi nýja íţrótta- og lýđheilsubraut verđi vinsćl og eftir tvö ár megi búast viđ ađ nemendur á ţessari braut verđi yfir hundrađ talsins. Verđi ţađ raunin sé ţví ekki ađ leyna ađ nýtt íţróttahús á lóđ VMA sé ađkallandi, bćđi fyrir almenna íţróttakennslu í skólanum og aukiđ umfang íţrótta- og lýđheilsubrautar.  

Jóhann Gunnar telur ađ ţađ yrđi klárlega mikill styrkur fyrir hina nýju íţrótta- og lýđheilsubraut ef komiđ yrđi á fót íţróttakennarabraut viđ Háskólann á Akureyri, sem lengi hefur veriđ rćtt um. Hann segir ađ Akureyri sé án nokkurs vafa rétti stađurinn fyrir slíkt nám, enda íţróttaađstađa hér óvíđa betri og mikill fjöldi íţróttagreina sé stundađur í bćnum. "Ég er mjög spenntur fyrir ţví ef ţetta gćti orđiđ ađ veruleika," segir Jóhann Gunnar Jóhannsson.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00