Fara í efni

Hilmar Friðjónsson er "Hjarta ársins 2014"

Hilmar Friðjónsson - Hjarta ársins 2014.
Hilmar Friðjónsson - Hjarta ársins 2014.

Hilmar Friðjónsson, kennari í VMA, hlaut í dag viðurkenninguna „Hjarta ársins 2014“.

Miðbæjarsamtökin á Akureyri í samstarfi við sjónvarpsstöðina N4 hafa að undanförnu leitað að kærleiksríkri manneskju, m.a. með tilnefningum frá almenningi í gegnum FB-síðu, sem lætur gott af sér leiða í samfélaginu og og á skilið að vera valin "Hjarta ársins". Niðurstaðan var að Hilmar Friðjónsson væri vel að viðurkenningunni kominn.

Frá þessu var greint í Föstudagsþættinum á N4 í dag og tók Hilmar þar við viðurkenningunni, sem er gullfallegt hjartalaga listaverk. Einnig fékk hann fjölmargar gjafir frá hinum og þessum fyrirtækjum í Miðbæ Akureyrar.Viðurkenningin kom Hilmari í opna skjöldu og mátti hann vart mæla af undrun og þakklæti.

Samstarfsfólk í VMA og nemendur skólans óska Hilmari Friðjónssyni innilega til hamingju með viðurkenninguna. Hún er sannarlega verðskulduð!