Fara í efni

Hildur með þriðjudagsfyrirlestur í dag

Hildur Friðriksdóttir er meistaranemi við HA.
Hildur Friðriksdóttir er meistaranemi við HA.

Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri, heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 20. janúar, kl. 17 í Ketilhúsinu sem hún nefnir Hin fullkomna kvenímynd.

Fyrirlesturinn er í röð svokallaðra þriðjudagsfyrirlestra sem efnt er til á þriðjudagseftirmiðdögum í Ketilhúsinu á vegum listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Í fyrirlestrinum ræðir Hildur um félagslega og menningarlega mótaðar hugmyndir um kvenleika og með hvaða hætti þær birtast í menningu og listum. Jafnframt ætlar Hildur að tala um listakonur sem hafa notað listsköpun til að miðla pólitískri ádeilu á útlitskröfur samtímans.

Hildur Friðriksdóttir útskrifaðist með B.A. próf í nútímafræði við HA 2013 og stundar nú meistaranám  í félagsvísindum sem og diplómanám í menntunarfræðum við sama skóla.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.