Fara í efni

Heppinn Orri fékk spjaldtölvu

Orri Möller með Lenovo spjaldtölvuna.
Orri Möller með Lenovo spjaldtölvuna.

Orri Möller, nemendi í 9. bekk Valsárskóla á Svalbarðsströnd, datt í lukkupottinn á grunnskólakynningu VMA 8. október sl. Í húsnæði rafniðndeildar VMA efndi Rafiðnaðarsambandið til getraunar og settu þátttakendur úrlausnir sínar í pott sem nú hefur verið dregið úr og var Orri sá heppni. Hann hlaut að launum Lenovo spjaldtölvu sem Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins gaf.

Orri var að vonum sæll og ánægður með að hafa verið dreginn úr lukkupottinum. Hann er sem fyrr segir í 9. bekk Valsárskóla og því fer hann ekki í framhaldsskóla fyrr en haustið 2016. Hann segir að áhugi sinn liggi bóknámsmegin, ekki síst hafi hann ánægju af sögu og líffræði.

Hér er mynd sem var tekin þegar Ásdís Birgisdóttir námsráðgjafi og Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðnaðardeildar VMA, færðu Orra spjaldtölvuna.

Sérstakar þakkir til Rafiðnarsambandsins og Fræðslumiðstöðvar rafiðnaðarins fyrir hina höfðinglegu gjöf og jafnframt er öllum þeim fjölmörgu grunnskólanemendum sem heimsóttu rafiðnaðardeildina og tóku þátt í getrauninni þakkað fyrir komuna í skólann.