Fara í efni

Heimsóttu Kalda, Bjórböðin og Hótel Kalda

Nemendahópurinn og Edda Björk kennari.
Nemendahópurinn og Edda Björk kennari.

Það er í mörg horn að líta þessa dagana hjá nemendum í matreiðslu og framreiðslu í VMA. Í gærkvöld og fyrrakvöld töfruðu þeir fram góðgæti af ýmsum toga fyrir gesti í Þrúðvangi í VMA (salur matvælabrautar) og í gærmorgun heimsóttu þeir bruggverksmiðjuna Kalda, Hótel Kalda og Bjórböðin á Litla-Ársskógssandi og kynntu sér starfsemina. Allar þessar þrjár einingar eru á hendi sama eiganda.

Heimsóknin var í senn fróðleg og ánægjuleg og virkilega gaman að sjá hversu mikil vítamínsprauta þessi uppbygging hefur orðið fyrir Litla-Árskógssand og Dalvíkurbyggð. Þessar myndir voru teknar í heimsókninni.