Fara í efni

Heimsókn úr Húnaþingi vestra

Nemendur og kennarar úr Húnaþingi vestra.
Nemendur og kennarar úr Húnaþingi vestra.

Í morgun fékk skólinn góða heimsókn úr Húnaþingi vestra. Krakkarnir í 8. og 9. bekk grunnskólans á Hvammstanga (tæplega 30 krakkar) ásamt þremur kennurum komu í heimsókn í VMA og kynntu sér skólann. Námsráðgjafarnir Svava Hrönn Magnúsdóttir og Árný Þóra Ármannsdóttir fóru með gestina um skólann og kynntu fyrir þeim það sem hann hefði upp á að bjóða.

VMA þakkar hinum góðu gestum úr Húnaþingi vestra fyrir ánægjulega heimsókn.