Fara í efni

Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra í VMA

Í dag heimsótti Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra VMA. Er þetta fyrsta heimsókn Kristjáns Þórs í skólann síðan að hann varð ráðherra. Sigríður Huld skólameistari tók á móti ráðherra og fékk ráðherra upplýsingar um skólastarfið m.a. um mikilvægi skólans í nærsamfélaginu og þörf fyrir tækjakaup, sérstaklega á tölvubúnaði. Eftir fundinn gengu þau um skólann í fylgd Baldvins Ringsted sviðsstjóra verk- og fjarnáms. Ráðherra hitti nemendur og starfsfólk skólans ásamt því að skoða aðstöðu á nokkrum brautum. Að lokum var ráðherra boðið í hádegismat í Gryfjunni.