Fara í efni

Heimavist opnuð fyrir nemendur á miðvikudag og fimmtudag

Heimavist MA og VMA.
Heimavist MA og VMA.
Á morgun, miðvikudaginn 20. ágúst, frá kl. 13 til 21 verður Heimavist MA og VMA opnuð til innritunar fyrir nemendur VMA og einnig nk. fimmtudag, 21. ágúst, frá kl. 8:30 til 20. VMA-nemendur sem verða á heimavistinni í vetur hafa þegar fengið senda leigusamninga og önnur gögn frá Lundi – rekstrarfélagi Heimavistar MA og VMA.

Á morgun, miðvikudaginn 20. ágúst, frá kl. 13 til 21 verður Heimavist MA og VMA opnuð til innritunar fyrir nemendur VMA og einnig nk. fimmtudag, 21. ágúst, frá kl. 8:30 til 20. VMA-nemendur sem verða á heimavistinni í vetur hafa þegar fengið senda leigusamninga og önnur gögn frá Lundi – rekstrarfélagi Heimavistar MA og VMA.

Á heimavistinni  verða um 330 nemendur á þessu skólaári og eru VMA-nemendur tæplega helmingur þeirra. 

Mðtuneyti MA sér um rekstur mötuneytis í húsnæði gömlu heimavistarinnar og stendur það bæði íbúum heimavistar og öðrum nemendum VMA og MA til boða. Matsalur tekur um 180 manns í sæti. Einnig rekur Mötuneyti MA þvottahús fyrir íbúa á heimavist.

Allar nánari upplýsingar um Heimavist MA og VMA er að finna hér.